Rafmagnið

Af hverju þarf ég að velja mér raforkusala?

Norðurorka sér eingöngu um dreifingu á rafmagni á Akureyri og er óheimilt að hafa aðkomu að vali notanda á raforkusala.

Neytendur hafa val um af hvaða fyrirtæki þeir kaupa raforkuna.
Þegar notandi hefur tilkynnt flutning í húsnæði á Akureyri þarf hann einnig að hafa samband við þann raforkusala sem hann kýs að eiga viðskipti við. Raforkusalinn sér um að koma á viðskiptum fyrir viðkomandi húsnæði.

Sjá nánar hér.

Geta allir hlaðið rafbíl heima hjá sér?

Stutta svarið er já. 

Hægt er að hlaða rafmagnsbíla við öll sérbýli og fjölbýli en hversu mikið afl er í boði fyrir bílhleðslu getur verið mismunandi. Eftirfarandi ástæður liggja þar að baki: 

  • Staðsetning húsnæðis skiptir máli þar sem tvö mismunandi spennukerfi eru á Akureyri. Hægt er að sjá frekari upplýsingar um spennukerfin og skiptingu svæða hér.
  • Hvort húsnæði er tengt einfasa eða þriggjafasa.

Hægt er að hlaða alla rafmagnsbíla á 230V en þá að hámarki með aflinu 3,7 eða 7,3kW. Það þýðir að á einni nóttu eða á 7 klukkustundum væri hægt að hlaða inn á bíl u.þ.b. 126 km drægni á 3,7kW fasttengdri stöð og 252 km á 7,3kW fasttengdri stöð. Úr 16A tengli, sem er venjuleg innstunga (ekki nota hana samt) væri hægt að hlaða 77 km drægni á bíl.

Það eru til stærri fasttengdar stöðvar sem hlaða bílana en það er ekki þar með sagt að gæðin séu meiri eða að það sé alltaf þörf fyrir slíkar stöðvar. Auk þess sem að slíkt myndi kalla á meiri framleiðslu (fleiri virkjanir), styrkingu flutningskerfi (fleiri og stærri raflínur) og styrkingu dreifikerfis (lagningu raflagna með tilheyrandi truflunum á umferð og raski í byggð).

Best er því að dreifa álaginu eins og hægt er, með því t.d. að hlaða bílinn á 7 klukkustundum (t.d. á næturnar þegar álagið er minna). Þannig geta notendur stuðlað að ábyrgri orkunotkun en samt skipt yfir í rafbíla.

Hvað eru mörg kerfi raforku á Akureyri?

Í dreifikerfi rafmagns á Akureyri eru tvö mismunandi kerfi raforku.

TT spennukerfi: 230V á milli fasa í 3-fasa, þriggja leiðara kerfum.

TN-C spennukerfi: 230V á milli fasa og N-leiðara, og 400 V milli fasa í 3-vasa, fjögurra leiða kerfum.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá nokkurn veginn hvar skilin á milli kerfanna eru. Á gulu svæðunum er TT spennukerfi, en TN-C fyrir utan. Hægt er að smella á myndina fyrir betri upplausn.

Öll endurnýjun búnaðar miðast við að TT afleggist og að TN-C komi í staðinn. All nokkur árangur hefur náðst í því á síðustu árum, en ljóst er að mörg ár gætu liðið þangað til síðasta húsinu verður breytt. 

TN-C spennukerfi er almennt í öllum hverfum Akureyrar sem byggð eru eftir um 1970, t.d. ofan Mýrarvegar. Eldri hverfi neðan Mýrarvegar og á eyrinni eru að stórum hluta með TT spennukerfi. Sama á við um eitt svæði í nyrðri hluta Holtahverfis.

Hægt er að stækka mynd með því að smella á hana.

Aðrir flokkar