Í dreifikerfi rafmagns á Akureyri eru tvö mismunandi kerfi raforku:
230V á milli fasa í 3-fasa, þriggja leiðara kerfum. TT spennukerfi.
230V á milli fasa og N-leiðara, og 400 V milli fasa í 3-fasa, fjögurra leiðara kerfum. TN-C spennukerfi.
Á myndinni hér að neðan má sjá nokkurn veginn hvar skilin á milli kerfanna eru en á gulu svæðunum er TT spennukerfi, en TN-C fyrir utan. Hægt er að smella á myndina fyrir betri upplausn.
Öll endurnýjun búnaðar miðast við að TT afleggist og TN-C komi í staðinn. Allnokkur árangur hefur náðst í því á síðustu árum, en ljóst að mörg ár gætu liðið þangað til síðasta húsinu verður breytt.
TN-C spennukerfi er almennt í öllum hverfum Akureyrar sem byggð eru eftir um 1970, t.d. ofan Mýrarvegar. Eldri hverfi neðan Mýrarvegar og á Eyrinni eru að stórum hluta með TT spennukerfi. Sama á við um eitt svæði í nyrðri hluta Holtahverfis.