Upphafsskjámynd mælis sýnir kWh (kílóvattstundir) en þá er búið að reikna út orkuígildi vatnsins.
Með því fletta einu sinni til hægri (sjá bláan hring á mynd hér að neðan) má sjá rúmmetrastöðu mælis, þ.e. magn vatns (m3) sem runnið hefur í gegn.
Ef haldið er áfram að fletta til hægri má einnig sjá hitastig vatnsins.
Hægt er að fara til baka með því að ýta á vinstri örvarhnappinn en ef mælirinn er látinn ósnertur í fjórar mínútur þá fer hann aftur í upphafsstöðuna sem sýnir orkuígildið (kWh).
Bakrásarhiti er hitastig vatnsins sem rennur frá ofni.
Ef bakrásarhiti er hár er heita vatnið ekki nógu vel nýtt og sóun á sér stað.