Fréttir & tilkynningar

Ert þú að fara í framkvæmdir?

Það er mikilvægt að kynna sér legu veitulagna áður en jarðvegsframkvæmdir hefjast. Ef lagnir eru á framkvæmdasvæðinu, hvetjum við þig til að hafa samband áður en framkvæmdin hefst þannig að hægt sé að meta hvort ástæða sé til að endurnýja veitulagnir samhliða framkvæmdunum...

Áframhaldandi breyting á uppgjörstímabili

Norðurorka er sífellt að leita að tækifærum til að bæta þjónustu. Þessa dagana er unnið að því að dreifa árlegu uppgjöri innan ársins eftir svæðum. Þetta er gert til þess að draga úr álagspunktum sem annars voru að myndast á haustin og hafa áhrif á þjónustustig annarra þátta.

Aðalfundur Norðurorku hf. 2021

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 29. apríl 2021. Eigendur félagsins eru sex sveitar­­félög, Akureyrar­­bær, Eyjafjarðar­sveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Svalbarðsstrandar-hreppur og Þingeyjarsveit. Rekstur Norðurorku var viðunandi á árinu 2020. Ársvelta samstæðunnar var...

Breyting á uppgjörstímabili

Norðurorka er sífellt að leita að tækifærum til að bæta þjónustu. Þessa dagana er unnið að því að dreifa árlegu uppgjöri innan ársins eftir svæðum. Þetta er gert til þess að draga úr álagspunktum sem annars voru að myndast á haustin og hafa áhrif á þjónustustig annarra þátta.

Útboð - Dælustöð, undirstöður og lokahús

Norðurorka óskar eftir tilboði í að byggja 295 m² dælustöð, undirstöður fyrir 133 m² loftskilju ásamt 48 m² lokahúsi við Arnarholt á Hjalteyri við Eyjafjörð.

Alþjóðlegur dagur vatns í dag

Undanfarin ár hafa sameinuðu þjóðirnar haldið upp á dag vatnsins þann 22. mars og er markmiðið með deginum m.a. að auka vitund fólks á nauðsynlegu aðgengi að hreinu vatni.

Fráveituvatn um yfirfall við Tryggvabraut - Uppfært!

Í asahlákunni undanfarna daga hefur grjót og sandur borist inn í stöðina og valdið lítilsháttar truflunum. Því þarf að hreinsa sand- og grjótgildrur en meðan á hreinsun stendur er einungis hægt að keyra stöðina á hálfum afköstum. Uppfært....

Snjóstangir á götuskápum - Mikilvægt öryggisatriði

Götuskápar á Akureyri eru yfir þúsund talsins og á þeim eru snjóstangir sem sýna staðsetningu í miklum snjó, m.a. til viðvörunar fyrir snjóruðningstæki.

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2021

Í dag, miðvikudaginn 24. febrúar, úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Staðsetningin er vel við hæfi þar sem Norðurorka er bakhjarl Menningarfélagsins og leggur í samstarfssamningnum áherslu á að styðja sérstaklega við þá viðburði sem standa bæjarbúum endurgjaldslaust til boða og/eða snúa að þjónustu við börn og ungmenni.

Starf í framkvæmdaþjónustu

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða verkamann í framkvæmdaþjónustu. Starfið heyrir undir verkstjóra framkvæmdaþjónustu. Umsóknarfrestur til 5. mars 2021.