Hlutverk, gildi og framtíðarsýn

Hér að neðan má sjá helstu niðurstöður stefnumótunarvinnu sem farið var í á árinu 2020 og samþykktar voru af stjórn fyrirtæksins 14. ágúst 2020.

Hlutverk Norðurorku

Hlutverk Norðurorku er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, dreifingu á raforku, rekstri fráveitu og að taka þátt í starfsemi sem eflir Norðurorku og samfélagið.

Gildi Norðurorku - Virðing - Fagmennska - Traust

Virðing

  • Við berum virðingu hvert fyrir öðru og leggjum áherslu á góða samvinnu.
  • Við berum virðingu fyrir viðskiptavinum okkar.
  • Við berum virðingu fyrir umhverfi okkar og náttúruauðlindum og sýnum samfélagslega ábyrgð í verki.

Fagmennska

  • Við hugsum stöðugt um gæði og öryggi.
  • Við höfum metnað og leggjum okkur fram um að veita lipra og góða þjónustu.
  • Við eflum stöðugt þekkingu okkar og færni með það að leiðarljósi að gera sífellt betur.

Traust

  • Við erum áreiðanleg, sanngjörn og heiðarleg og sýnum ábyrgð í öllum okkar störfum.
  • Við gætum trúnaðar um upplýsingar og tryggjum að upplýsingagjöf sé skýr.

Framtíðarsýn Norðurorku

  • Norðurorka er einn af hornsteinunum í norðlensku samfélagi og eitt af öflugustu orku- og veitufyrirtækjum á Íslandi.
  • Orkuöflun er nægjanleg og byggir á sjálfbærum auðlindum.
  • Fyrirtækið er framsækið í nýsköpun og þjónustu og hefur ríka samfélagslega ábyrgð.
  • Verð vöru og þjónustu er samkeppnishæft og skapar þannig traustan grunn að lífskjörum og tækifærum viðskiptavina. 
  • Norðurorka er metnaðarfullt og vel rekið fyrirtæki sem laðar að sér hæft starfsfólk og hlúir að því.