Heimlagnir

Verðskrá heimlagna - Gildir frá 1. febrúar 2024

Almennt verð heimlagna gildir í þéttbýli á nýbyggingarsvæðum. Reiknist heimlagnagjald/tengigjald fyrir nýja eða stækkaða heimlögn í grónu hverfi umfram almenna verðskrá er greitt samkvæmt kostnaðaráætlun eða raunkostnaði.
Athugið að ef sótt er um stærri heimlögn en getið er um í verðskrá þarf að snúa sér til Norðurorku með fyrirspurn um verð. 

Frístundahús

Meta þarf í hvert skipti hvort tæknilegar og fjárhagslegar forsendur eru fyrir tengingu frístundahúsa við veitukerfið. Norðurorka áskilur sér rétt til þess að setja sérstök skilyrði fyrir tengingu þegar veruleg frávik eru fyrir hendi eða í versta falli að hafna tengingu húss við veitukerfið. 
Sú skylda hvílir á eigendum frístundahúsa, hesthúsa o.s.frv. að koma fyrir sérstökum tengikassa utan á húsum sínum þar sem inntaki, tengigrind og öðrum nauðsynlegum búnaði skal komið fyrir. 

Bráðabirgðaheimlagnir

Í ýmsum tilvikum kann að vera nauðsynlegt að koma fyrir heimlögn í húsnæði, eða á vinnusvæði, tímabundið.
Norðurorka áskilur sér rétt til þess að gera kröfu um, að utan á húsnæði sem er að staðaldri notað sem færanlegt húsnæði s.s. vinnuskúrar, sölubúðir og þess háttar, sé komið fyrir tengikassa fyrir inntök rafmagns og vatns og þar með talið nauðsynlegum mælibúnaði.
Bráðabirgðarheimlagnir skulu ætíð aflagðar innan 24 mánaða frá tengingu þeirra.


Verðskrá heimlagna í heild  (PDF)

Ertu að byggja? Kynntu þér leiðbeiningar og upplýsingar um tengingu við veitukerfin og reglur sem gilda þar um.