Ógreiddir eldri reikningar

Hafi reikningur ekki verið greiddur um næstu mánaðarmót eftir eindaga er hann sendur til innheimtu hjá Motus. Greiðsluseðillinn er áfram virkur í bankanum og er hægt að greiða hann hvenær sem er með áföllnum innheimtukostnaði á hverjum tíma. 

Eldri skuld eða innborganir á skuld má greiða inn á reikning 0565-26-47, kt: 550978-0169. Sé það gert, þarf alltaf að skrá í skýringu kennitölu skuldara og skýringu á skuld, t.d. innborgun á júlí 2020 og senda staðfestingu/greiðslukvittun á netfangið: innheimta@no.is

Vanskil

Norðurorka vill vekja sérstaka athygli viðskiptavina sinna á því að verulegur kostnaður hlýst af vanskilum. Kröfur sem ekki greiðast í síðasta lagi á eindaga færast í millinnheimu og leggst þá á kostnaður vegna innheimtuviðvörunar og innheimtuaðgerða auk vaxta.

Samkvæmt reglugerð nr. 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar (breytt með reglugerð nr. 133/2010) sem sett er  með heimild í 12. gr., sbr. 21. gr. innheimtulaga nr. 95/2008, er kröfuhafa heimilt að leggja innheimtukostnað á gjaldfallna kröfu við framhaldsinnheimtu hennar. 

Auk þess leggst á kostnaður ef kemur til lokunar orkuviðskipta og opnunar á ný, svokallað lokunargjald skv. verðskrá en lokunargjald felur í sér lokunaraðgerð og opnun á ný þegar vanskil  greiðast. 

Ef viðskiptamaður greiðir skuld sína með bankagreiðslu, utan opnunartíma þjónustuvers (8.00-16.00 virka daga) og óskar eftir því að opnað verði á ný fyrir orkuviðskipti utan opnunartímans þarf að greiða útkall starfsmanns (4 klst.).

Ef þörf krefur, er hægt að semja um greiðslur í þjónustuveri Norðurorku á milli kl. 8 – 16 í síma 460-1300 eða hjá Motus á milli kl. 9 - 16 í síma 440-7700.