Klósettið er ekki ruslafata!

Það er mikilvægt að muna að klósettið er ekki ruslafata!

Í fráveitukerfi Akureyringa eru margar dælur sem sjá til þess að fráveituvatn berist að Sandgerðisbót í nýju hreinsistöðina og þaðan er því veitt út í sjó. Það er mikilvægt að muna að t.d. blautklútar eiga ekki heima í fráveitukerfinu vegna þess að þeir, ásamt öðrum hlutum sem því miður eiga til að lenda í klósettinu, geta stíflað lagnir og skemmt dælubúnað. 

Hér að neðan má sjá auglýsingu sem Norðurorka hefur verið að birta um óleyfilegt niðurhal. Með því að smella á myndina opnast hún í PDF formi og er því skýrari (t.d. til útprentunar).

Smelltu á myndina til að opna sem PDF