Það eru gerðar strangar kröfur um vatnsvernd enda flokkast kalda vatnið sem matvara.
Vatnsverndarsvæði eru því skilgreind í kringum kaldavatns vinnslusvæðin okkar og innan þeirra svæða gilda strangari reglur skv. reglugerðum.
Sjá nánar um vatnsverndarsvæði Norðurorku hér.
Vatnið sem Akureyringar drekka kemur frá vatnsverndarsvæðunum í Hlíðarfjalli (Hesjuvallalindum og Sellandslindum) og frá Vöglum í Hörgársveit.
Þegar talað er um hörku vatns er magn kalsíum og magnesíum í vatninu mælt.
Gróflega áætlað er skali dH° (þýskrar hörkueiningar) eftirfarandi:
0-4dH°= mjög mjúkt vatn
4-8°dH = mjúkt
8-12°dH = aðeins hart
12-18°dH = nokkuð hart
18-30°dH = hart
>30°dH = mjög hart
Á Íslandi er harka vatns á bilinu 0,93 til 1,55°dH og lítið er af uppleystum steinefnum í vatninu. Íslenskt vatn er því mjög mjúkt.
Harka neysluvatnsins á Akureyri er u.þ.b. 1.1 Degrees Clark (eða 15,2 - 15,7 mg/L)
Í töflunni hér að neðan má sjá mismunandi mælieiningar á hörku vatns og tengslin á milli þeirra.