Kalda vatnið

Hvað er vatnsverndarsvæði?

Það eru gerðar strangar kröfur um vatnsvernd enda flokkast kalda vatnið sem matvara. 

Vatnsverndarsvæði eru því skilgreind í kringum kaldavatns vinnslusvæðin okkar og innan þeirra svæða gilda strangari reglur skv. reglugerðum.

Sjá nánar um vatnsverndarsvæði Norðurorku hér.

 

 

 

Hvaðan kemur kalda vatnið sem Akureyringar drekka?

Vatnið sem Akureyringar drekka kemur frá vatnsverndarsvæðunum í Hlíðarfjalli (Hesjuvallalindum og Sellandslindum) og frá Vöglum í Hörgársveit.

Hér má finna upplýsingar um vatnsverndarsvæði Akureyringa, ásamt upplýsingum um önnur vatnsverndarsvæði Norðurorku.

 

Hver er harka vatns og hvað þýðir það?

Þegar talað er um hörku vatns er magn kalsíum og magnesíum í vatninu mælt.

Gróflega áætlað er skali dH° (þýskrar hörkueiningar) eftirfarandi:
0-4dH°= mjög mjúkt vatn
4-8°dH = mjúkt
8-12°dH = aðeins hart
12-18°dH = nokkuð hart
18-30°dH = hart
>30°dH = mjög hart

Á Íslandi er harka vatns á bilinu 0,93 til 1,55°dH og lítið er af uppleystum steinefnum í vatninu. Íslenskt vatn er því mjög mjúkt.

Harka neysluvatnsins á Akureyri er u.þ.b. 1.1 Degrees Clark (eða 15,2 - 15,7 mg/L)

Í töflunni hér að neðan má sjá mismunandi mælieiningar á hörku vatns og tengslin á milli þeirra. 

 

Harka vatns - ýmsar mælieiningar (Hægt er að smella á myndina til að stækka hana)

Aðrir flokkar