Lykiláherslur

Traustur rekstur

•Reksturinn skilar góðri afkomu og nýtingu fjármuna.
•Reksturinn tekur mið af áhættumati.
•Ferli eru skilvirk og í stöðugri þróun.
•Markvisst viðhald og endurnýjun kerfa tryggir áreiðanleika.
•Tækifæri til vaxtar og aukinnar hagræðingar eru nýtt.
•Norðurorka tekur þátt í rekstri sem eflir starfsemina.
•Fjárfestingar í nýjum viðskiptatækifærum taka mið af fjárfestingastefnu.

Tryggar auðlindir

•Langtímaauðlindir eru tryggðar með markvissum rannsóknum.
•Auðlindir og nýtingarréttur eru eign Norðurorku þegar kostur er en annars tryggð með langtímasamningum.
•Auðlindanýting er sjálfbær.
•Unnið er markvisst gegn sóun auðlinda.
•Stöðugt er unnið að verndun vatnsbóla og annarra auðlinda.

Öflugur mannauður

•Samskipti eru opin, jákvæð og uppbyggileg.
•Markviss starfsþróun viðheldur og eykur hæfni starfsfólks.
•Vinnustaðamenning er góð og starfsfólk ánægt.
•Starfsfólk er virkt í sterkri liðsheild og sýnir frumkvæði.
•Vinnuumhverfi fyrirtækisins er til fyrirmyndar.
•Stjórnendur eru góðar fyrirmyndir og leiðandi í að byggja upp öfluga liðsheild.

Ánægðir viðskiptavinir

•Verð vöru og þjónustu er samkeppnishæft.
•Þjónusta er góð og skilvirk.
•Samskipti við viðskiptavini eru markviss.
•Frumkvæði er í upplýsingagjöf sem byggir á gagnvirkum lausnum.
•Afhendingaröryggi til viðskiptavina er tryggt.
•Ímynd er sterk og kynningarmál vönduð.
•Tækninýjungar bæta stöðugt þjónustu.

Framsækin tækniþróun

•Upplýsingatækni er öflug og upplýsingaöryggi tryggt.
•Fylgst er með tækninýjungum.
•Ferli eru einfölduð og gerð rafræn með áherslu á sjálfvirkni og vöktun.
•Stafrænir sölumælar eru innleiddir og tækifæri nýtt til að þróa verðskrá og auka rafræna upplýsingagjöf.
•Fjölgun rafbíla er mætt með ráðgjöf og lausnum til að hámarka nýtingu dreifikerfisins.
•Tækifæri til einföldunar og tengingar á milli upplýsingakerfa eru nýtt.
•Upplýsingar eru hagnýttar með greiningarlausnum.

Rík samfélagsábyrgð

•Unnið er markvisst að því að viðhalda fyrirmyndarkolefnisspori fyrirtækisins.
•Bílar og tæki fyrirtækisins eru umhverfisvæn eins og kostur er.
•Innviðir styðja við þróun í orkuskiptum.
•Samfélagssáttmáli og heimsmarkmið SÞ eru innleidd.
•Dregið er úr sóun í starfseminni.
•Norðurorka tekur þátt í verkefnum sem auðga samfélagið.