Ert þú að byggja?

Áður en hafist er handa við húsbyggingu er mikilvægt að huga vel að tengingum húsa við vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu. Hér að neðan má sjá ýmsar gagnlegar upplýsingar sem við hvetjum húsbyggjendur til að kynna sér áður en framkvæmdir hefjast.

Það er mikilvægt að farið sé eftir þeim reglum og skilmálum sem um tengingarnar gilda, jafnt þær sem hér koma fram auk opinberra reglna sem koma m.a. fram í byggingarreglugerð. 

Ef eitthvað er óljóst, ekki hika við að hafa samband.  

Erum við með þjónustu á þínu svæði?

  • Akureyri: Vegna framkvæmda á Akureyri geta viðskiptavinir snúið sér til Norðurorku vegna allra veitna (vatnsveitu, rafveitu, hitaveitu og fráveitu).
  • Eyjafjarðarsveit: Í Eyjafjarðarsveit er Norðurorka með hitaveitu í stærstum hluta sveitarfélagsins og vatnsveitu að Hrafnagili, í Vaðlaheiði og við Sólgarð. Sveitarfélagið er með fráveitu í þéttbýliskjörnunum og Rarik sér um dreifingu rafmagns.
  • Fnjóskadalur: Norðurorka rekur hitaveitu í Fnjóskadal (Þingeyjarsveit).
  • Grímsey: Norður rekur vatnsveitu og fráveitu í Grímsey.
  • Grýtubakkahreppur: Norðurorka rekur hitaveitu í stærstum hluta Grýtubakkahrepps. Sveitarfélagið er með vatnsveitu og fráveitu og Rarik sér um dreifingu rafmagns.
  • Hrísey: Í Hrísey er Norðurorka með hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu. Rarik sér um dreifingu rafmagns.  
  • Hörgársveit: Í Hörgársveit er Norðurorka með hitaveitu í stórum hluta sveitarfélagsins, vatnsveitu í hluta þess og fráveitu í Skógarhlíð.  Hörgársveit er með vatnsveitu og fráveitu á Hjalteyri og á Laugalandi á Þelamörk.  RARIK sér um dreifingu rafmagns í sveitarfélaginu. 
  • Ólafsfjörður: Á Ólafsfirði er Norðurorka með hitaveitu. Fjallabyggð er með vatnsveitu og fráveitu og RARIK sér um dreifingu rafmagns. 
  • Svalbarðsstrandarhreppur: Í Svalbarðstrandarhreppi er Norðurorka með hitaveitu og vatnsveitu í stærstum hluta sveitarfélagsins. Sveitarfélagið er með fráveitu á Svalbarðseyri og RARIK sér um dreifinu rafmagns í sveitarfélaginu.

Upplýsingarit heimlagna

Í upplýsingariti heimlagna eru teknar saman helstu leiðbeiningar fyrir viðskiptavini um tengingu við veitukerfin og reglur sem gilda um þær.  

Upplýsingarit heimlagna má nálgast hér.

Tengiskilmálar

Í tæknilegum tengiskilmálum fyrir hitaveitur og rafveitur koma fram ýmsar kröfur sem gerðar eru til húseigenda og lúta að tengingu mannvirkja m.a. við dreifikerfi hitaveitu og rafveitu.

Gagnlegar upplýsingar um lög, reglugerðir, leiðbeiningar o.fl. á sviði mannvirkja má m.a. finna á heimasíðu Mannvirkjastofnunar.

Verðskrá heimlagna

Verðskrá heimlagna má sjá hér

Umsókn um heimlagnir

Umsókn um heimlagnir má nálgast hér 

Hægt er að fylla blaðið út rafrænt og prenta.
Undirritað blað má senda rafænt á netfangið no@no.is eða með pósti til Norðurorku, Rangárvöllum, 603 Akureyri.