Um fráveituna

Við leiðum sjaldan hugann að fráveitunni þrátt fyrir að við vildum trúlega aldrei vera án hennar. 

Fráveitukerfi Akureyrar er viðamikið og markvisst hefur verið unnið að uppbyggingu þess m.a. með byggingu fjölda dælustöðva, yfirfallsstöðva og lagningu þrýstilagnar meðfram strandlengjunni að nýrri útrás við Sandgerðisbót.

Norðurorka hf. yfirtók fráveitu Akureyrar með samningi þar að lútandi og miðaðist yfirtakan við áramótin 2013/2014. Auk þess rekur Norðurorka fráveitu í Hrísey, Grímsey og að hluta í Hörgársveit.