Ertu að flytja?

Það er mikilvægt að þú látir okkur vita af flutningi eða notendaskiptum!

Skráður notandi veitu er ábyrgur fyrir notkun og þar með reikningum þar til búið er að skila inn flutningstilkynningu með álestri. Því er mikilvægt að þeir sem eru að flytja úr íbúð/húsi tryggi að þessar upplýsingar skili sér til okkar en það er forsenda þess að rétt uppgjör geti farið fram milli notenda. 

Vakin er athygli á að allir notendur rafmagns þurfa að vera með samning við raforkusala um kaup á rafmagni. Norðurorka sér aðeins um dreifingu rafmagns.

Ef nýr notandi er ekki með samning um kaup á rafmagni getur hann fundið raforkusala hér.

Notendaskipti - flutningstilkynning 

Hvaða upplýsingar þarf ég að hafa til að tilkynna notendaskipti?

Upplýsingarnar sem þú þarft að hafa eru:
- Kennitala fyrri notanda
- Kennitala þess sem tekur við
- Netfang þess sem tekur við
- Farsímanúmer þess sem tekur við
- Staða á viðkomandi mælum
- Eitt mælisnúmer til auðkenningar
- Dagsetning álesturs

Athugið að ef um orkumæli í hitaveitu er að ræða þarf bæði að skila inn álestri fyrir rúmmetra (m3) og kílóvattstunda (kWh).   Hér má sjá leiðbeiningar fyrir álestur stafrænna orkumæla. 

Kosta notendaskiptin eitthvað? 

Notendaskiptin kosta ekkert nema ef óskað er eftir að starfsfólk Norðurorku lesi af mælum. Þá er tekið gjald fyrir það samkvæmt verðskrá þjónustugjalda