Fréttir & tilkynningar

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða aðalbókara. Umsóknafrestur er til 6. júní 2022.

Hreinsunarátak starfsfólks Norðurorku

Á fimmtudaginn kom hópur starfsfólks Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, saman eftir vinnu og tók til hendinni. Segja má að hreinsunarátakið sé orðinn fastur liður á vorin en þetta er í fimmta sinn sem starfsfólk Norðurorku leggur sitt að mörkum í umhverfismálum með þessum hætti.

Dælustöðvar fráveitu á yfirfall - 17. maí kl. 8.00

Vegna vinnu í hreinsistöð við Sandgerðisbót verða dælustöðvar fráveitu á yfirfalli, frá kl. 8.00 og fram eftir degi, þriðjudaginn 17. maí.

Við leitum að öflugum sérfræðingi stjórnkerfa

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing stjórnkerfa. Umsóknafrestur er til 30. maí 2022. Fyrir frekari upplýsingar og/eða til sækja um starfið má smella hér.

Spennandi bókarastarf laust til umsóknar

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða einstakling í spennandi bókarastarf.  Umsóknafrestur er til 24. apríl 2022.

Allar lagnaupplýsingar í einn heildstæðan kortagrunn

Norðurorka tók við fráveitumálum frá Akureyrarbæ áramótin 2013/2014. Í því felst umsjón með lagnakerfinu sem tekur við regnvatni og öllu sem fer í gegnum vaska, salerni, baðkör og þvottavélar heimila svo eitthvað sé nefnt. Þá voru heimildir um lagnir til í tveimur teikniskrám,

Aðalfundur Norðurorku hf. 2022

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í gær 31. mars 2022. Eigendur félagsins eru sex sveitar­­félög, Akureyrar­­bær, Eyjafjarðar­sveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Svalbarðsstrandar-hreppur og Þingeyjarsveit. Rekstur Norðurorku gekk vel á árinu 2021. Ársvelta samstæðunnar var

Sumarstörf í Norðurorku

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða fólk í sumarstörf. Umsóknafrestur er til 31. mars 2022.

Norðurorka óskar eftir að ráða forstjóra

Norðurorka óskar eftir að ráða forstjóra.

Háspennuskápur hífður inní dreifistöð - krefjandi aðstæður

Nú er unnið að því að endurnýja háspennuskáp í dreifistöð 11 sem er í byggingu Sundlaugarinnar á Akureyri. Í morgun var nýr háspennuskápur hífður inn í dreifistöðina. Verkefnið var krefjandi þar sem nýji skápurinn er 650 kg og þurfti að hífa hann um 30 m leið og inn um hurðargat sem staðsett er undir svölum.