26. maí 2023

Hreinsunarátak starfsfólks Norðurorku

Í blíðskaparveðri eftir vinnu síðasta fimmtudag tók hópur starfsfólks Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, til hendinni við höfuðstöðvar Norðurorku á Rangárvöllum sem og við dælustöðina í Þórunnarstræti, við aðveitustöðina í Þingvallastræti og við hitaveituna á Laugalandi í Eyjafirði.

Því miður er það svo að rusl fýkur út um víðan völl og að því komst hópurinn fljótt í gær. Það kom fólki á óvart hversu mikið rusl reyndist vera á ofangreindum svæðum en á tveimur tímum var ógrynni safnað saman. 

Norðurorka leggur mikla áherslu á umhverfismál og rímar þetta ruslasöfnunarátak vel við umhverfisstefnu Norðurorku. Fyrirtækið leggur áherslu á virðingu við náttúruna og jákvætt kolefnisfótspor en í því felst m.a. að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. 

Að loknu góðu dagsverki var sjálfboðaliðunum að sjálfsögðu boðið upp á pizzu.