Fréttir & tilkynningar

Rafmagnsleysi í Eyjafirði

Vegna bilunar í 66kV kerfi Landsnets er nú rafmagnslaust í öllum Eyjafirði. Óljóst er hversu lengi rafmagnsleysið mun vara en þó er mögulega verið að tala um einhverja klukkutíma.

Hreinsistöð fráveitu - tengivinnu lokið

Í gær 29. júlí tókst endanlega að ljúka tengingu nýrrar hreinsistöðvar fráveitu við fráveitukerfið á Akureyri auk tenginga við yfirfallsútrás. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Kaldavatnslaust í Hrísey 29.7.2020

Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Hrísey. Lokað verður á meðan á viðgerð stendur. Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokun stendur þar sem það er óblandað og því mjög heitt.

Skráning netfanga á "Mínar síður" Norðurorku

Við viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar og leggjum okkur fram við að koma upplýsingum hratt og örugglega til þeirra. Ert þú búin(n) að skrá netfangið þitt ? Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Ný hreinsistöð tengd við fráveitukerfið - Uppfært 17. júlí

Áætlað er að mánudaginn 6. júlí hefjist vinna við tengingu nýrrar hreinsistöðvar fráveitu við fráveitukerfið á Akureyri. UPPFÆRT 17. júlí 2020 - Fólk áfram beðið að sýna aðgát. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Hreinsunarátak starfsfólks Norðurorku

Eftir vinnu í gær tók hópur starfsfólks Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, til hendinni. Hópurinn sem samanstóð af um það bil 35 einstaklingum, stórum og smáum, skipti sér í minni hópa og fór í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Norðurorku og tíndi rusl. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Aðalfundur Norðurorku hf. 2020

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 17. apríl 2020. Eigendur félagsins eru sex sveitar­­félög, Akureyrar­­bær, Eyjafjarðar­sveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Þingeyjarsveit. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Hjalteyrarlögn - Þverun Hörgár

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að þriðja áfanga í lagningu Hjalteyrarlagnar sem felur í sér lagningu frá bænum Ósi að Skjaldavík. Lögnin liggur skammt vestan Skipalóns og við þverun Hörgár fer hún í gegnum hólma sem þar er í ánni. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Góð ráð til fyrirtækja til að draga tímabundið úr orkukostnaði vegna áhrifa COVID 19

Norðurorka hvetur rekstraraðila þeirra fyrirtækja sem dregið hafa verulega úr starfssemi sinni, til að draga úr ónauðsynlegri rafmagnsnotkun og jafnvel að lækka hita í rýmum sé það gerlegt. Með því getur náðst fram sparnaður í orkukostnaði. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Klósettið er ekki ruslafata !

Það er mikilvægt að muna að klósettið er ekki ruslafata. Undanfarna daga hefur magn blautklúta aukist til muna í fráveitukerfi höfuðborgarbúa með alvarlegum afleiðingum. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.