17. ágú 2022

Spennubreyting á Eyrinni

Eins og áður hefur komið fram, í frétt hér á heimasíðunni, hefur undanfarnar vikur verið unnið að undirbúning fyrir spennubreytingar á Eyrinni.

Áfram er unnið við spennubreytingar á svæðinu, nú í tengslum við dreifistöð 023 en stöðin stendur á horni Gránufélagsgötu og Norðurgötu. Í dag miðvikudaginn 17. ágúst hefur verið unnið að fyrsta áfanganum sem snýr að 57 neysluveitum. Því er ljóst allnokkrir viðskiptavinir á svæðinu hafa orðið varir við vinnu dagsins en ánægjulegt er frá því að segja að samráð við íbúa á svæðinu vegna verkefnisins hafa gengið afar vel. 

Þeir viðskiptavinir sem framkvæmdin snertir beint, voru upplýstir fyrirfram um rafmagnsrof sem fylgir vinnunni en einnig er að finna upplýsingar um rofið og svæðið sem um ræðir hér á heimasíðunni undir síðunni „þjónusturof í dag

Norðurorka vill nota tækifærið og þakka íbúum á svæðinu fyrir góð samskipti og tillitsemi.