10. nóv 2023

Störf í boði hjá Norðurorku

Höfuðstöðvar Norðurorku
Höfuðstöðvar Norðurorku

Norðurorka auglýsir tvö spennandi störf:

 

Bókari (eins árs tímabundið)

Við leitum að talnaglöggum og nákvæmum einstaklingi, með skiplagshæfni og færni í mannlegum samskiptum, til að bera ábyrgð á bókun kostnaðarreikninga ásamt umsjón og eftirliti með afstemmingu og uppgjörum af ýmsu tagi. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2023.

Fyrir frekari upplýsingar og/eða til að sækja um starfið má smella hér

Sérfræðingur á teiknistofu

Við leitum að jákvæðum, stundvísum og nákvæmum einstaklingi til að ganga til liðs við öflugan hóp á teiknistofu Norðurorku. Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember 2023.

Fyrir frekari upplýsingar og/eða til að sækja um starfið má smella hér

Umsækjendur eru hvattir til að fylla vandlega út umsóknarformið. Vel framsett umsókn með upplýsingum um fyrri störf og menntun er líklegri til að standast samanburð við aðrar umsóknir.

Um Norðurorku

Meginhlutverk Norðurorku er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfi raforku og rekstri fráveitu. Norðurorka er reyklaus vinnustaður og starfar skv. vottuðu gæðakerfi (ISO 9001).

Norðurorka er metnaðarfullt og vel rekið fyrirtæki sem laðar að sér hæft starfsfólk og hlúir að því. Við leggjum áherslu á að byggja upp nærandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk vex og dafnar í lífi og starfi. Við erum framsækin í nýsköpun og þjónustu og berum ríka samfélagslega ábyrgð.