1. sep 2021

Rafmagnslaust í Glerárhverfi - Rafmagn komið aftur á svæðið

Nú rétt í þessu varð fór rafmagnið af í Glerárhverfi. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvers vegna rafmagnið fór af en verið er að skoða málið.

Við munum uppfæra þessa frétt með frekari upplýsingum þegar þær liggja fyrir.

Uppfært 10:59

Grafið var í streng sem varð til þess að rafmagnið fór af töluverðu svæði í þorpinu. Viðgerð er hafin og vonast er til að rafmagnið komi aftur á eftir um það bil 30 mínútur. Við munum áfram uppfæra fréttina ef frekari upplýsingar berast.

Uppfært 11:14

Búið er að koma rafmagni aftur á svæðið sem datt út en ekki er búið að gera við strenginn eins og áður hafði verið haldið fram. Við bendum fólki á að kynna sér "góð ráð komi til þjónusturofs" hér á heimasíðunni okkar en slóð þangað má finna hér.