21. apr 2021

Breyting á uppgjörstímabili

Norðurorka er sífellt að leita að tækifærum til að bæta þjónustu. Þessa dagana er unnið að því að dreifa árlegu uppgjöri innan ársins eftir svæðum. Þetta er gert til þess að draga úr álagspunktum sem annars voru að myndast á haustin og hafa áhrif á þjónustustig annarra þátta.

Norðurorka gefur út áætlunarreikninga 11 mánuði ársins og uppgjörsreikning 12. mánuðinn. Það er rétt að ítreka að það verður óbreytt áfram. Breytingin snýr aðeins að því hvenær ársins uppgjörið fer fram. Sjá meira um uppgjör og álestur hér.

Fyrstu svæðin þar sem uppgjörstímabili verður breytt eru svæðin utan Akureyrar. Þar mun framvegis vera lesið af í apríl og uppgjörsreikningar sendir mánaðarmótin apríl/maí ár hvert.

Vakni einhverjar spurningar varðandi þetta eða reikninga þá endilega hafið samband með því að senda tölvupóst á no@no.is eða með því að hringja í þjónustuver Norðurorku í síma 460-1300.