Bráðabirgðaheimlagnir

Í ýmsum tilvikum kann að vera nauðsynlegt að koma fyrir heimlögn í húsnæði, eða á vinnusvæði, tímabundið.  Þetta er algengt t.d. í vinnuskúra, tímabundnar sölubúðir og fleira.

Norðurorka áskilur sér rétt til þess að gera kröfu um, að utan á húsnæði sem er að staðaldri er notað sem færanlegt húsnæði, s.s. vinnuskúrar, sölubúðir og þess háttar, sé komið fyrir tengikassa fyrir inntök rafmagns og vatns og þar með talið nauðsynlegum mælibúnaði.

Lengdargjald er greitt fyrir hvern metra í heimlögn bráðabirgðatengingar.

Bráðabirgðarheimlagnir skulu ætíð aflagðar innan 24 mánaða frá tengingu þeirra.

Verðskrá fyrir bráðabirgðaheimlagir (PDF)

Hafðu samband við okkur í síma 460-1300 eða á no@no.is ef þig vantar frekari upplýsingar.